Fréttir

  • Slökkvistöð á besta stað metin á 175 milljónir króna
    Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Hringbraut í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Slökkvistöð á besta stað metin á 175 milljónir króna
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 13:54

Slökkvistöð á besta stað metin á 175 milljónir króna

Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja mun flytja á nýjan stað í Reykjanesbæ áður en árið er á enda. Núverandi slökkvistöð að Hringbraut 125 í Keflavík mun því fá annað hlutverk.

Flatarmál slökkvistöðvarinnar er tæpir 709 fermetrar og stendur á lóð sem er 3852 fermetrar. Eignin er mjög vel staðsett við eina af aðal umferðaræðum Reykjanesbæjar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fasteignasali hefur unnið verðmat á byggingunni. Kemur fram að miðað við hliðstæðar eignir á sambærilegum svæðum er söluverð slökkvistöðvarinnar við Hringbraut talið vera 175 milljónir króna.