Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Slökkvilið kallað í nýja plastverksmiðju á Ásbrú
Miðvikudagur 10. apríl 2019 kl. 10:18

Slökkvilið kallað í nýja plastverksmiðju á Ásbrú

 
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á tíunda tímanum í morgun í nýja plastverksmiðju Borgarplast sem verið er að setja upp í húsnæði Atlantic Studios á Ásbrú. Eldur komst í klæðningu í útvegg.
 
Starfsmenn í húsinu voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang þar sem þeir voru í heilsurækt skammt frá útkallsstaðnum. 
 
Slökkviliðsmenn gengu úr skugga um það að engar glæður væru í veggnum og var verkefninu lokið á örfáum mínútum.
 
Myndirnar voru teknar á vettvangi í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs