Fréttir

Sjötíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur við skóla
Þriðjudagur 25. ágúst 2020 kl. 12:26

Sjötíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur við skóla

Nær sjötíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Holtaskóla í Reykjanesbæ í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti hraðaeftirliti við skólann og mældist sá sem hraðast ók á 58 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km.

Þess utan hafa á annan tug ökumanna verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá var einn staðinn að því að aka á nagladekkjum og fáeinir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra var með fíkniefni í fórum sínum.