bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Símatími með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga
Frá pólskri hátíð í Reykjanesbæ.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 09:57

Símatími með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga

Vinnumálastofnun býður upp á opna símatíma með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga á milli kl. 13 og 15. Búið að upplýsa um það á pólsku Facebook síðu Reykjanesbæjar, Polacy na Reykjanes. Ábendingar hafa borist um að upplýsingar um ástandið á tímum COVID-19 hafi ekki borist nógu mikið til útlendinga á Suðurnesjum. Nær fjórði hver íbúi er af erlendum uppruna.

„Ég er með fimmtán útlendinga í vinnu og þeir vita ekki neitt um stöðuna nema það sem ég segi þeim,“ sagði eigandi fyrirtækis í Reykjanesbæ við Víkurfréttir.