Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Fréttir

Rússinn Orlik boðinn til sölu til niðurrifs
Orlik bundinn við bryggju í Njarðvík. Skipasmíðastöð Njarðvíkur í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 11:36

Rússinn Orlik boðinn til sölu til niðurrifs

Rússatogarinn Orlik, sem legið hef­ur bund­inn í Njarðvík­ur­höfn síðustu fimm ár, er auglýstur til sölu um þessar mundir. Skipið er ryðgað og illa farið og þykir mikið lýti á svæðinu. Það er Alasund Shipbrokers í Reykjanesbæ sem bjóða skipið til sölu fyrir niðurrif. Skipið er „dautt“ en ekki er hægt að sigla því undir eigin vélarafli. Skipið var smíðað árið 1983, rúmir 62 metrar á lengd og tæpir 14 á breidd. Skipið er tæp 1900 brúttótonn.

Orlik hefur nokkrum sinnum ratað í fréttirnar síðan hann kom til Njarðvíkur. Skipið hefur oftar en einu sinni reynt að slíta sig laust eða sökkva, en alltaf hefur tekist að bjarga dallinum.

Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar og gert sjóklárt fyrir drátt yfir hafið en alltaf hefur staðið til að farga skipinu erlendis. Enginn hefur hins vegar viljað tryggja skipið fyrir flutning yfir hafið.

Óskað hefur verið eftir því að fá að draga Orlik upp í fjöru í Helguvík og rífa skipið þar en þegar hafa tvö skip verið rifin í Helguvík. Gamla varðskipið Þór og Fernanda, flutningaskip sem varð eldi að bráð suður af landinu.

Undanfarið hefur verið unnið að því að afla leyfa fyrir niðurrif skipsins í slippnum í Njarðvík, skv. heimildum Víkurfrétta.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna