Fréttir

Ræddu við bæjaryfirvöld um málefni Háaleitisskóla
Sunnudagur 20. júní 2021 kl. 08:05

Ræddu við bæjaryfirvöld um málefni Háaleitisskóla

Réttindaráð Háaleitisskóla á Ásbrú ræddi nýlega við bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar um ýmis mál sem tengjast skólanum og unhverfi hans.

Réttindaráðið átti góðan fund í ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem m.a. var rætt hvernig megi bæta skólalóðina, stækkun knattspyrnuvallarins og fleiri mál. Þá voru rædd skemmdarverk sem hafa verið unnin á strætóskýlinu sem stendur fyrir utan skólann og var ákveðið að unglingastigið myndi mála það að utan. Málningin sem eftir verður mun seinna vera notuð til þess að mála á gangstéttir og malbik skemmtilega leiki eins og „parís“.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bæjarstjórnin hefur gefið það til kynna að í framtíðinni muni bygging nýs skóla byrja hér uppi á Ásbrú.

Bæjarstjórinn tók vel í hugmyndir réttindaráðsins og munu þeir ráðast í framkvæmdir á næstunni.

„Við í réttindaráðinu erum að vinna í að gera skólann og umhverfi hans betra og við þökkum fyrir góðar móttökur,“ segir í frétt frá ráðinu.