Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Opinn íbúafundur um skipulagstillögur
Stapaskóli rís í Dalshverfi.
Fimmtudagur 9. júlí 2020 kl. 10:53

Opinn íbúafundur um skipulagstillögur

Opinn íbúafundur verður haldinn í Bíósal Duushúsa í dag,  9. júlí kl. 17:00-19:00. Farið verður yfir deiliskipulagsmál og kynning verður á tillögu um Keflavíkurtún - verndarsvæði í byggð. Á fundinum gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða.

Dagskrá:

Deiliskipulagstillaga vegna Hlíðahverfis
Nýtt hverfi með 408 íbúðum. Athugasemdafrestur framlengdur til 16. júlí.

Dalshverfi II og III – deiliskipulag
Nýtt hverfi með 300 íbúðum og breyting á skipulagsmörkum.

Breyting á deiliskipulagi Hafnargötu 12
Íbúðum er fækkað úr 58 í 40, heimilt verður að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar.

Hreinsistöð við Ægisgötu - nýtt deiliskipulag
Hreinsistöð við Ægisgötu. Nýtt kennileiti og útsýnisstaður.

Kynning á tillögu varðandi Keflavíkurtún - verndarsvæði í byggð.