bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Ók út og suður hristandi próteindrykk
Þriðjudagur 8. október 2019 kl. 09:47

Ók út og suður hristandi próteindrykk

Lögreglumenn á Suðurnesjum veittu bifreið athygli þar sem henni var vægast sagt ekið undarlega. Hún var stöðvuð til að athuga með ástand ökumanns. Hann reyndist í góðu lagi en kvaðst hafa verið að hrista próteindrykk sinn hressilega.

Var viðkomandi vinsamlegast beðinn um að aka varlega framvegis og hrista ekki drykki sína á ferð.