Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Fréttir

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands
Sunnudagur 18. apríl 2021 kl. 06:44

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands

Alexandra Tómasdóttir hefur hafið störf sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri Private Travel frá árinu 2016.

Alexandra lagði stund á nám við viðskiptafræðideild Auburn University Montgomery hvaðan hún útskrifaðist með bachelorsgráðu í Business Administration. Að því loknu lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún lauk MA í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum árið 2013.

Sólning
Sólning

Alexandra ólst upp umkringd flugmönnum og flugáhugafólki og segir áhugann fljótt hafa smitast yfir til sín. „Það má því segja að í starfi mínu sameini ég áhuga minn á flugi og markaðsfræðum og er óhætt að segja að ég hlakki til komandi tíma í starfi mínu hjá Flugakademíu Íslands.“ segir Alexandra um starfið.

Í byrjun árs 2019 sameinuðust Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands, einn elsti starfandi flugskóli landsins. Sameinaðir mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn fjögurra skóla Keilis og einn öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum.

Alexandra Tómasdóttir er nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands.