Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Ný gata fær nafnið Skólatorg
JeES arkitektar hafa unnið að skipulagi svæðisins sem mun hafa þetta útlit, gangi hugmyndirnar eftir.
Föstudagur 1. janúar 2021 kl. 07:07

Ný gata fær nafnið Skólatorg

Undanfarin misseri hefur verið unnið að skipulagi byggðar á reit sem markast af Hafnargötu, Suðurgötu, Skólavegi og Vatnsnesvegi. Á bæjarlandi milli baklóða Suðurgötu og Hafnargötu hefur verið mynduð ný gata með aðkomu frá Skólavegi og Hafnargötu.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur verið ákveðið að nýja gatan fái nafnið Skólatorg.