Fréttir

Minna fé verður eftir til uppbyggingar í Keflavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 10:28

Minna fé verður eftir til uppbyggingar í Keflavík

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, lýsir í færslu á Facebook áhyggjum sínum af því að hagnaður af starfsemi Isavia verði ekki notaður til bráðnauðsynlegrar áframhaldandi uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Það eigi eftir að koma í bakið á okkur, ekki bara Suðurnesjamönnum heldur allri íslensku ferðaþjónustunni.

„Ef fer fram sem horfir mun stór hluti hagnaðar ISAVIA af starfseminni á Keflavíkurflugvelli frá og með næstu áramótum verða nýttur til uppbyggingar flugvalla innanlands. Það þýðir að minna fé verður eftir til bráðnauðsynlegrar, áframhaldandi uppbyggingar í Keflavík. Ég hræðist að það eigi eftir að koma í bakið á okkur, ekki bara Suðurnesjamönnum heldur allri íslensku ferðaþjónustunni,“ skrifar Kjartan Már.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs