VSFK
VSFK

Fréttir

Minja- og sögufélagið færði Grindavíkurbæ eintak af Northern Captives
Fannar Jónasson og Hallur Gunnarsson.
Fimmtudagur 25. júní 2020 kl. 11:54

Minja- og sögufélagið færði Grindavíkurbæ eintak af Northern Captives

Árið 1627 var framið svokallað Tyrkjarání Grindavík. Nú er komin út bókin Northern Captives sem fjallar um ránið. Bókin er á ensku en gert er ráð fyrir að síðar komi bókin út á íslensku. Þetta er fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um þennan atburð en það voru sjóræningjar frá borginni Sale í Marokkó á vesturströnd Afríku sem hertóku fjölda manns í Grindavík. Í kjölfarið var siglt með fólkið aftur til Sale þar sem það var selt á þrælamarkaði í borginni.

Höfundar bókarinnar eru Adam Nichols, prófessor við Maryland háskóla í Bandaríkjunum og Karl Smári Hreinsson íslenskufræðingur. Bókin er gefin út af Sögu Akademíu í samstarfi við Minja- og sögufélag Grindavíkur en Grindavíkurbær styrkir útgáfu bókarinnar.

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Hallur Gunnarsson, formaður Minja- og sögufélagsins færði Fannari Jónassyni eintak af bókinni. Bókin er til sölu í Kvikunni, menningarhúsi, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Fyrir áhugasama má lesa stutta umfjöllun um Tyrkjaránið á Vísindavef Háskóla Íslands.