Fréttir

Mikið líf í höfninni
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 13. nóvember 2021 kl. 07:47

Mikið líf í höfninni

Það var heldur betur líf og fjör við Njarðvíkurhöfn á þriðjudaginn. Sex togveiðiskip af öllum stærðum voru þá við bryggju. Systurskipin Áskell ÞH og Vörður ÞH voru til viðhalds í höfninni en einnig voru í höfn togskipin Berglín GK, Pálína Þórunn GK og Benni Sæm GK sem Nesfiskur í Garði gerir út og Farsæll SH frá Grundarfirði.

Við Njarðvíkurhöfn er unnið að aukinni hafnsækinni starfsemi og því gaman að sjá svona líf við bryggjurnar eins og á þriðjudaginn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024