Nettó
Nettó

Fréttir

Með fíkniefni í farangursrými
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 11:15

Með fíkniefni í farangursrými

Ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur um helgina reyndist hafa fleira á samviskunni því meint fíkniefni fundust í farangursrými bifreiðar viðkomandi. Um tíu ökumenn aðrir voru einnig teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Einn þeirra ók bifreið sem var óskoðuð, auk þess sem öryggisbúnaði hennar var verulega áfátt og voru skráningarmerki tekin af henni.
 
Þá voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs