Fréttir

Makríllinn á fleygiferð til Keflavíkur - video
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 13. júlí 2019 kl. 11:48

Makríllinn á fleygiferð til Keflavíkur - video

Makríllinn er mættur til Keflavíkur og sáust nokkrar torfur við höfnina og eins við ströndina í Leiru. Vakti fjörið athylgi margra sem fylgdust með frá landi. Sagt var frá málinu á vf.is í gær en hér má sjá myndskeið tekin á Hólmsvelli í Leiru og þar mátti sjá nokkrar myndarlegar markríltorfur á fleygiferð í Bergvík.

Sjórinn kraumaði og nú er bara spurning hvað gerist í framhaldinu. Margir hafa áhyggjur því kvótinn hefur verið minnkaður og dæmi um allt að 40-50% skerðingu frá því í fyrra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Myndskeiðið er frá ströndinni við golfvöllinn í Leiru.