Fréttir

Lýsa yfir vonbrigðum með að ekki verði byggð áfyllingarstöð í Vogum
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 09:25

Lýsa yfir vonbrigðum með að ekki verði byggð áfyllingarstöð í Vogum

Linde Gas ehf., áður Ísaga ehf., hefur tilkynnt Sveitarfélaginu Vogum um að ekki verði af uppbyggingu áfyllingarstöðvar á lóð við verksmiðju sveitarfélagsins. Ákvæðum viljayfirlýsingar frá 14. apríl 2016 hefur því verið aflétt.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Voga og þar var bæjarstjóra falið að rita forstjóra Linde Gas ehf. bréf þar sem lýst er yfir vonbrigðum með niðurstöðuna auk þess að óska eftir samtali um næstu skref málsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024