Fréttir

Leggja mat á staðsetningar fyrir tjaldsvæði í Reykjanesbæ
Tjaldsvæðið í Grindavík er mikið sótt á sumrin.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 22. október 2020 kl. 17:18

Leggja mat á staðsetningar fyrir tjaldsvæði í Reykjanesbæ

Gunnari K. Ottóssyni, skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, hefur verið falið að taka saman minnisblað um mögulega staðsetningu fyrir nýtt tjaldsvæði í Reykjanesbæ og leggja mat á mögulega staði.

Minnisblað verkefnastjóra ferðamála um tjaldsvæði í Reykjanesbæ, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs, var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Miðflokkurinn fagnar þessum frábæru tillögum og er í raun óskiljanlegt að það skuli ekki vera nú þegar til aðstaða fyrir þennan markhóp. Það er grundvallarþjónusta að hvert bæjarfélag reki tjaldsvæði. Slíkt eflir og frjóvgar hvert samfélag, eykur þjónustu og listalíf. Það er öllum til hagsbóta að þessi hugmynd verði að veruleika fyrir næsta sumar,“ segir í bókun sem Gunnar Felix Rúnarsson lagði fram á fundinum.