Bygg
Bygg

Fréttir

Landris heldur áfram í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess
Þriðjudagur 22. apríl 2025 kl. 12:14

Landris heldur áfram í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess

Landris í Svartsengi heldur áfram, en töluvert hefur dregið úr hraða þess og er nú svipað og fyrir eldgosið sem hófst 1. apríl.  Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þarf að reikna með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan heldur áfram að fylgjast með þróun kvikusöfnunarinnar og að meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Skjalftakort22042025

Kortið sýnir yfirfarna jarðskjálfta á Reykjanesskaga síðastliðna viku. Flestir skjálftanna mældust við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl og í vestanverðu Fagradalsfjalli. Litamismunur á punktunum merkir tímamismun á jarðskjálftunum, þar sem rauðleitu punktarnir eru jarðskjálftar sem voru síðasta sólahringinn en þeir bláu fyrir um viku.


Smáskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1.apríl og mælast að meðaltali um hundrað jarðskjálftar á dag síðustu viku.  Flestir skjálftarnir eru undir 1 að stærð en  stærsti skjálftinn mældist 1,7 að stærð í síðastliðinni viku. Þá mældist einnig nokkur smáskjálftavirkni við Fagradalsfjall síðastliðnu helgi. Hæglætis veður hefur verið síðustu daga og því hefur mælanetið numið allra minnstu skjálftana sem annars myndu ekki mælast vegna veðurhávaða.

Hættumatskortið hefur verið uppfært og gildir til  6. maí að öllu óbreyttu.

2025-04-22_haettumatskort_VI