Fréttir

Kjörsókn í Reykjanesbæ svipuð og 2018 - utankjörfundaratkvæði helmingi fleiri
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjanesbæjar. VF-mynd/pket.
Laugardagur 14. maí 2022 kl. 16:35

Kjörsókn í Reykjanesbæ svipuð og 2018 - utankjörfundaratkvæði helmingi fleiri

Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ er svipuð og hún var árið 2018. Klukkan 16 hafði um fjórðungur kosningabærra mætt á kjörstað sem er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja við Faxabraut í Keflavík. Um tvöfalt fleiri nýttu sér hins vegar að kjósa utankjörstaðar en hún fór fram hjá sýslumannsskrifstofunni í Keflavík. 

Kl. 12:00 höfðu 896 kosið á kjörstað eða 6,12 % 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kl. 13:00 höfðu 1.400 kosið á kjörstað eða 9,56%

Kl. 14:00 höfðu 2.074 kosið á kjörstað eða 14,17 %

Kl.15:00 höfðu 2.759 kosið á kjörstað eða 18,85 %

Kl. 16:00 höfðu 3.437 kosið á kjörstað eða 23,44%

Kl. 17:00 höfðu 4.057 kosið á kjörstað eða 27,72%

Kl. 18:00 höfðu 4.652 kosið á kjörstað eða 31,78%

Kl. 21:00 höfðu 5.734 kosið á kjörstað eða 39,17 %

Kl. 22:00 höfðu 5.906 kosið á kjörstað eða 40,35%

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og Sólveig Guðmundsdóttir, kona hans, á kjörstað í FS.

Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins á kjörstað í FS.

Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar með unnusta sínum, Eyþóri Sæmundssyni og tvíburasystrunum Eldeyju Sögu og Elmu Ísold, á kjörstað. 

Halldóra Fríða Þorvalsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins með Friðriki Gunnarssyni, manni sínum og dótturinni Ernu Dís, á kjörstað í FS.