Fréttir

Kannabisræktun og fleiri fíkniefnamál
Miðvikudagur 16. september 2020 kl. 07:38

Kannabisræktun og fleiri fíkniefnamál

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft afskipti af nokkrum einstaklingum á síðustu dögum vegna fíkniefnamála.  Kannabisræktun var stöðvuð í Njarðvík. Plönturnar voru haldlagðar til eyðingar ásamt tækjum og tólum til ræktunarinnar.

Karlmaður sem handtekinn var vegna gruns um innbrot og eignaspjöll reyndist við öryggisleit á lögreglustöð hafa í fórum sínum meint fíkniefni og sprautur .

Þá var farið í húsleit  að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði. Þar fundust kannabisefni, sterar og hnífur sem húsráðandi gekkst við að eiga. Hald var lagt á efnin og hnífinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024