Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Isavia heimilt að kyrrsetja vélina
Miðvikudagur 3. júlí 2019 kl. 22:13

Isavia heimilt að kyrrsetja vélina

Nú hefur Landsréttur staðfest fyrri útskurð sinn um skýra heimild Isavia til kyrrsetningar á flugvél ALC vegna skulda WOW air. Á sama tíma tekur Landsréttur ekki afstöðu til undirliggjandi fjárhæðar.

Í millitíðinni vill Isavia ítreka að eigandi vélarinnar getur fengið hana afhenta ef skuld WOW Air er greidd eða ef gild trygging er lögð fram fyrir henni, segir í frétt frá Isavia.