Bygg
Bygg

Fréttir

Innslag um Frú Ragnheiði í Suðurnesjamagasíni frestast
Á myndinni eru þær Jóhanna og Svala sem buðu til fræðslunnar í síðustu viku. VF-mynd: pket.
Fimmtudagur 7. október 2021 kl. 14:10

Innslag um Frú Ragnheiði í Suðurnesjamagasíni frestast

Rauði krossinn á Suðurnesjum bauð fagfólki sem vinnur með eða þjónustar að einhverju leyti heimilislausa einstaklinga og þau sem nota vímuefni um æð, til fræðslu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ í síðustu viku.

Svala Jóhannesdóttir, félags- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, sá um fræðsluna en sérsvið hennar er skaða­minnkandi nálgun og meðferð.

Svala hefur mikla reynslu í skaða­minnkun og er hún einnig fyrrverandi verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu og Konukots. Þess má til gamans geta að Svala er fædd og uppalin í Keflavík.

Innslag um Frú Ragnheiði átti að vera í Suðurnesjamagasíni í kvöld en það frestast og verður birt í þættinum fljótlega.