Hraðbanki í Sandgerði

„Einnig má segja að með tilkomu hraðbankans sé komið nýtt öryggistæki í byggðarlagið, því ekki þarf lengur að aka í næstu byggðarlög, óupplýsta vegi í nágrenni Sandgerðis að kveldi eða nóttu, til þess að ná í reiðufé. Ég er ánægður með þá notkun sem hefur verið af hraðbankanum á þeim stutta tíma, sem liðin er frá komu hans og ég vil óska Sandgerðinum til hamingju með þetta þarfatæki“, sagði Guðjón.