Fréttir

Hópsmitin öll í  gömlum leikskólum
Föstudagur 22. janúar 2021 kl. 08:56

Hópsmitin öll í gömlum leikskólum

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur falið lýðheilsufulltrúa að óska eftir samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið bæjarins varðandi tillögu frá Guðrúnu Pálsdóttur frá Á-lista á síðasta fundi ráðsins og leita svara við þeim spurningum sem fram koma. Í tillögunni er fjallað um loftgæði á leikskólum Reykjanesbæjar en kórónuveirusmit hafa komið upp á þremur leikskólum í bæjarfélaginu. Leikskólarnir eiga það allir sameiginlegt að vera eldri hús og börn síns tíma.

„Þegar spænska veikin gekk fyrir 100 árum höfðu menn ekki skilning á því hvernig smit dreifðust. Í dag höfum við hins vegar þekkingu á því. Farartæki veirusmita og raunar flestra bakteríusmita eru þrjú; úðasmit, snertismit og dropasmit. Ég held að við þekkjum öll hvað við getum gert til að draga úr líkum á smiti eftir síðustu mánuði. Í þeim Covid-bylgjum sem gengið hafa yfir hafa komið upp hópsmit á þremur leikskólum í Reykjanesbæ. Þessir þrír leikskólar eiga það sameiginlegt að vera eldri hús, börn síns tíma bæði hvað varðar skipulag, starfsmannaaðstöðu og loftræstingu. Talið er að góð loftskipti og loftgæði dragi úr því að úðasmit berist á milli manna. Góð loftskipti draga úr þéttni veirunnar í rými og minnka þannig smithættu. Lítil, illa loftræst rými bjóða því upp á aðstæður sem veirum líkar vel til smitunar. Til að takmarka útbreiðslu Covid hafa verið settar reglur um sóttvarnarhólf.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í reglugerð heilbrigðisráðherra segir: „Enginn samgangur er heimil­aður á milli rýma. Hvert skilgreint rými þarf helst að hafa eigin inngang og útgang. Hægt er að nota sama inn- og útgang ef aðilar í hverju rými fara inn og út á aðskilinn hátt (á mismunandi tímum) þannig að engin blöndun sé á milli hópa. Lofta ætti út á milli hópa ef hægt er og þrífa snertifleti ef kostur. Salerni þurfa að vera aðskilin fyrir hvert rými. Ekki má samnýta salerni milli rýma á neinn hátt,“ segir í tillögu Guðrúnar Pálsdóttur. Þar er jafnframt spurt  hvort þessir leikskólar bjóði upp á hólfaskiptingar og eru rými loftræst með fullnægjandi hætti?