Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Guðrún vill leiða Sjálfstæðisflokkinn
Fimmtudagur 25. febrúar 2021 kl. 08:48

Guðrún vill leiða Sjálfstæðisflokkinn

Guðrún Hafsteinsdóttir úr Hveragerði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

„Síðustu vikur og mánuði hef ég fengið mikla hvatningu, alls staðar að í Suðurkjördæmi,  til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna.  Ég er þakklát öllum þeim sem hafa stutt mig og hvatt með ráðum og dáð og hlakka til þessa verkefnis sem framundan er.

Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla.  Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni  nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnlífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum.

Ég vil hafa áhrif á þróun samfélagins og því býð ég mig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí.

Ég hef opnað vefsíðuna www.gudrunhafsteins.is þar sem ég mun setja inn greinar um áherslumál mín, hugleiðingar og fréttir ásamt viðburðum sem haldnir verða í  þessari prófkjörs baráttu.  Einnig  hef ég komið upp 'Like' síðu á Facebook www.facebook.com/gudrunhafsteins1 þar sem þið getið fylgst með ferðalögum mínum um kjördæmið,“ segir í tilkynningu frá Guðrúnu.

 Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn.