Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Gera ráð fyrir gasmengun í þéttbýli á Suðurnesjum
Sunnudagur 17. mars 2024 kl. 00:03

Gera ráð fyrir gasmengun í þéttbýli á Suðurnesjum

Austlæg átt 3-8 m/s við gosstöðvarnar fram á nótt og berst gasmengun til vesturs og norðvesturs. Norðaustan 8-13 og rigning seint í nótt og fram yfir hádegi á morgun (sunnudag) og berst þá gasmengun til suðvesturs og vesturs. Hægari austan og suðaustanátt og úrkomuminna síðdegis og berst þá gasmengun til norðvesturs. Búast má við að gasmengunar verði vart í Reykjanesbæ og öðrum þéttbýlisstöðum á Reykjanesi. ATH! Talsverð óvissa er í styrk gasmengunar.
Spá gerð: 16.03.2024 22:05. Gildir til: 17.03.2024 23:59.


Tilkynning um gasmengun

Veðurstofan þiggur einnig tilkynningar frá fólki sem telur sig verða vart við gasmengun. Það skal tekið fram að við óskum ekki eftir tilkynningum frá þeim sem fara að gosstöðvunum heldur einungis frá íbúum í byggð. Hlekkur á skráningarform vegna gasmengunar

Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hlekkur á bækling sem útskýrir hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar fólks og veita upplýsingar um hvernig hægt er að verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa.