Fréttir

Fyrsti kossinn fyllti Kassann í Þjóðleikhúsinu
Þetta er bara algjörlega ógleymanlegt,“ sögðu leikarar Leikfélags Keflavíkur að loknum þremur sýningum í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Miðvikudagur 15. júní 2022 kl. 10:10

Fyrsti kossinn fyllti Kassann í Þjóðleikhúsinu

„Þetta er bara algjörlega ógleymanlegt. Í fyrsta lagi heiðurinn að hafa verið valin með Fyrsta kossinn í Þjóðleikhúsið og svo líka að upplifa þetta moment,“ sögðu leikarar Leikfélags Keflavíkur að loknum þremur sýningum í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Að sögn leikaranna og annarra sem að sýningunni koma var það algjörlega mögnuð upplifun að sýna í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, fyrir fullum sal af fólki, þrjár sýningar í röð.

Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir fór fögrum orðum af upplifun sinni að sýningu lokinni og lofaði verkið, leikarana og alla þá er að að þessu komu. Þetta kallaði fram tár og tilfinningar enda vissu leikarar að þarna var um allra síðustu sýningarnar að ræða, hópurinn að detta í frí og þessu einstaka ferli lokið.

„Það var líka bara svo geggjað að sjá allt þetta fólk í salnum. Fólk héðan af svæðinu var duglegt að mæta en auk þess voru fjölmargir brottfluttir Suðurnesjamenn sem lögðu leið sína í Kassann.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nú þegar er hafinn undirbúningur að haustverkefninu sem að öllum líkindum verður barnaleikrit en viðræður eru í gangi við leikstjóra.

„Framtíðin er björt hjá Leikfélagi Keflavíkur og tilhlökkun fyrir allskonar nýjum verkefnum. Takk þið sem hafið lagt félaginu lið með því að mæta á sýningar, takk bæjarstjórn fyrir stuðninginn og sérstakar þakkir til þeirra  fyrirtækja sem hafa styrkt starfsemi þessa frábæra félags, Leikfélags Keflavíkur, í gegnum tíðina,“ sagði Brynja Júlíusdóttir, leikstjóri Fyrsta kossins.