Fréttir

Enginn kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ
Mánudagur 16. desember 2019 kl. 07:39

Enginn kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ

Reykjanesbær er með virkt jafnlaunakerfi og stefnir á að fá það vottað hjá óháðum vottunaraðila á þessu ári. Eitt af verkfærum þess er launagreining þar sem laun eru skoðuð út frá eðli starfsins, verkefnum, ábyrgð, menntun, reynslu og hæfni. „Alls eru starfaflokkarnir 21 hjá okkur og starfsheitin 225,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær fékk Capacent til að gera óháða greiningu á launum hjá Reykjanesbæ eftir viðurkenndum aðferðum og niðurstaðan frá þeim er afdráttarlaus: „Ekki mælist skýrður launamunur kynjanna hjá Reykjanesbæ“.

„Niðurstaðan er staðfesting á vönduðum ferlum við launaákvarðanir hjá Reykjanesbæ og við fögnum því,“ segir jafnframt á vef bæjarins.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs