Nettó
Nettó

Fréttir

Ein athugasemd gerð við tillögu að Hafnargötu 12
Föstudagur 4. janúar 2019 kl. 08:11

Ein athugasemd gerð við tillögu að Hafnargötu 12

Ein athugasemd í nokkrum liðum barst vegna deiliskipulags á lóðinni Hafnargötu 12 í Keflavík á kynninartíma tillögunnar. Tillagan var auglýst frá og með 25. október til 6. desember 2018 og kynnt á íbúafundi þann 27. nóvember sl. en engar athugasemdir komu fram á kynningarfundinum. 
 
Athugasemdir eru birtar í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar ásamt svörum:
 
Atriðum er varða viðskiptahugmynd, markhópa, eignaskiptingu og innra-fyrirkomulag auk annarra atriða sem ekki varða skipulagsmál er ekki svarað að öðru leyti en því að deiliskipulagstillagan rekst ekki á ákvæði byggingareglugerðar.
 
Fullyrt er að deiliskipulagsuppdrættir hafi einungis verið sjáanlegir á vef bæjarins. 
Það er ekki rétt. Uppdrættir voru hangandi upp í anddyri bæjarskrifstofunnar eins og venja hefur verið í mörg ár þegar deiliskipulag er í kynningu, starfsmenn hefðu getað bent viðkomandi á það. 
 
Mótmælt er rifum á byggingum á lóðinni. 
Þessi rif voru heimiluð með breytingu á deiliskipulagi samþykktu í júlí 2017. 
 
Athugasemd er gerð við að bílastæðahlutfall sé ekki í heilum tölum en vísað er í ranga tölu í athugasemd. 
Bílastæðahlutfallið 1,4 þýðir að það eru fleiri bílastæði á lóð en sem nemur íbúðafjöldanum. Gert er ráð fyrir að hámarki 58 íbúðum þ.a.l. að bílastæðafjöldi á lóð er þá 81 stæði, verði íbúðir færri er fjöldi bílastæða í sama hlutfalli við þann fjölda íbúða.
 
Samþykkt var á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs