Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Drekadalur í Dalshverfi III
Fimmtudagur 14. mars 2024 kl. 13:08

Drekadalur í Dalshverfi III

Til stendur að opna nýjan leikskóla í Dalshverfi III í Reykjanesbæ næsta haust. Leikskólinn hefur haft vinnuheitið Drekadalur sem hefur náð að festa sig í sessi og virðist vera almenn ánægja með nafnið að því er kemur fram í fundargerð Menntaráðs Reykjanesbæjar 8. mars síðastliðinn.

Þeir sem hafa komið að undirbúningi lóðarinnar sjá til að mynda fyrir sér dreka á lóðinni. Nýráðinn leikskólastjóri styður tillögu um nafnið Drekadalur og sér mörg tækifæri tengd því. Nafnið er til þess fallið að ýta undir ímyndunarafl og sköpunargleði barna og hjálpa starfsfólki, börnum og foreldrum að skapa sannkallaðan ævintýraheim í hjarta Dalshverfis III.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Menntaráð leggur því til að nýr leikskóli í Dalshverfi III fái nafnið Drekadalur.