Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Dottaði undir stýri og ók út af
Mynd úr safni.
Mánudagur 13. júlí 2020 kl. 14:04

Dottaði undir stýri og ók út af

Ökumaður sem dottaði undir stýri á Reykjanesbraut um helgina missti við það stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti á umferðarskilti og hafnaði utan vegar. Hann slapp ómeiddur en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni sem flytja þurfti af vettvangi með dráttarbifreið.