Fréttir

Búrhvalur hvarf í brælu
Myndir: Köfunarþjónusta Sigurðar og Reykjanesbær.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 18:03

Búrhvalur hvarf í brælu

Búrhvalur sem rak á fjörur íbúa í Höfnum er farinn á vit ævintýra. Köfunarþjónusta Sigurðar kom böndum á hvalinn í gær og var hann dreginn til hafs. Stefnan var tekin tuttugu mílur á haf út. Þegar bátur köfunarþjónustunnar var kominn sextán mílur út var komin mikil alda og vindur, svokölluð bræla, og slitnaði hræið aftan úr bátnum og hvarf sjónum manna. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um staðinn þar sem hræið hvarf. Vindáttin var suðaustanstæð sem var hentugt og ætti hræið því að reka frá landi.

Hvalinn rak á fjörur í Höfnum sl. föstudag. Fjölmargar stofnanir fengu tilkynningar um dýrið, sem var dragúldið þegar það fannst. Reykjanesbær fékk svo Köfunarþjónustu Sigurðar til að koma hvalnum fyrir kattarnef, enda Sigurður og hans menn eru þaulvanir að láta hvali hverfa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024