Nettó
Nettó

Fréttir

Búin að fá upp í kok í samskiptum ríkið
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 12:19

Búin að fá upp í kok í samskiptum ríkið

„Blaut tuska framan í okkur Suðurnesjamenn,“ segir Friðjón Einarsson

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur sent Vegagerðinni bréf er varðar almenningssamgöngur a Suðurnesjum en samningur um almenningssamgöngur á Suðurnesjum rennur út um áramót.
 
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sendir þingmönnum Suðurkjördæmis bréfið í morgun og lætur nokkur vel valin orð fylgja bréfinu. Þar segir hann stöðuna vera skammarlega niðurstöðu fyrir Suðurnesjamenn og „ljóst að við hjá Reykjanesbæ  erum búin að fá upp í kok í samskiptum okkar við ríkisstofnanir“.
 
Á næsta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar verða almenningssamgöngur á Suðurnesjum teknar til umfjöllunar, auk þess sem boðuð er umræða um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
„Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, kynningar og viðræður er staða okkar bara að versna,“ segir Friðjón í póstinum til þingmanna og telur upp nokkur atriði sem eru óbreytt og bendir á að næsta skref sé dómsmál gegn ríkinu vegna almenningssamgangna á Suðurnesjum.
 
„Þetta er engum til framdráttar og blaut tuska framan í okkur Suðurnesjamenn,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
 
Sameininglegur fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum [SSS], Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem haldinn var 30. nóvember sl. leiddi í ljós að ráðuneytið hefur engan áhuga á því að koma að lausn málsins eins og lagt var til á fundi þann 20. nóvember sl. með Vegagerðinni en þá lagið SSS fram tillögu að lausn. Að loknum þeim fundi var það tilfinning fundarmanna að fram væri komin grundvöllur að sameiginlegri lausn.
 
Allt frá því í október sl. hefur verið fundað reglulega merð forstjóra og starfmönnum Vegagerðarinnar, starfsmanni ríkislögmanns aug stjórnar SSS þar sem reynt hefur verið að leita leiða til þess að tryggja rekstur almenningssamgangna árið 2019, auk þess að gera upp uppsafnaðan halla fyrri ára og leysa dómsmál en SSS höfðaði mál vegna skaða sem sambandið varð fyrir vegna breytinga sem urðu á útboði samgangna en matsmenn hafa metið skaða Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vera þrjá milljarða króna.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs