Fréttir

Bragi byggir stærri Gerðaskóla
Hér mun rísa viðbygging við Gerðaskóla í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 23. október 2020 kl. 08:29

Bragi byggir stærri Gerðaskóla

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Braga Guðmundsson ehf., um framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla.

Verkið felst í að byggja 1.260 m² viðbyggingu við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Um er að ræða steypt hús á tveimur hæðum. Viðbyggingin mun tengja saman Gerðaskóla og íþróttamiðstöðina í Garði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í þessum áfanga verður viðbyggingin öll fullfrágengin að utan en um 360 m² fullfrágengnir að innan. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 6. ágúst 2021.