Fréttir

Átta skip og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar taka þátt í leit að skipverjanum
Varðskipið Þór við bryggju í Grindavík. Mynd úr safnið Víkurfrétta
Sunnudagur 4. desember 2022 kl. 14:39

Átta skip og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar taka þátt í leit að skipverjanum

Leit hélt áfram í morgun að skipverjanum sem féll fyrir borð síðdegis í gær. Leitarsvæðið, sem er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga, hefur verið stækkað. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk fiskiskipa taka þátt í leitinni. Vettvangsstjórn fer fram um borð í varðskipinu Þór. Alls eru átta skip við leit auk þess sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar úr lofti. Sæmilegar aðstæður eru til leitar en skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði meðan aðstæður leyfa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024