Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Ákærður fyrir manndráp
Miðvikudagur 24. júní 2020 kl. 15:05

Ákærður fyrir manndráp

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af ásetningi en hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar. Banamein konunnar var kyrking. Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur fengið staðfest frá Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara.

Mál gegn honum verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.

Frétt Fréttablaðsins.