Fréttir

Áfram unnið með hugmyndir að sameiningu Kölku og Sorpu
Fimmtudagur 13. júní 2019 kl. 07:20

Áfram unnið með hugmyndir að sameiningu Kölku og Sorpu

Eftir kynningarfund um framtíð sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem haldinn var fyrir skömmu var lagt til að skipuð yrði nefnd með fulltrúum allra eigenda til að leiða málið áfram.

Í því felst m.a.að ræða við Reykjavíkurborg um samstarf Kölku og Sorpu og skoða nánar þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um framtíðaruppbyggingu Kölku. Í kjölfarið að leggja síðan fram tillögur um næstu skref í málefnum fyrirtækisins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þetta kom fram í bréfi frá Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs á fundi þess í Reykjanesbæ 6. júní sl.