bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Aðeins sótt rafrænt um byggingarleyfi í Reykjanesbæ
Mánudagur 28. október 2019 kl. 07:55

Aðeins sótt rafrænt um byggingarleyfi í Reykjanesbæ

Frá og með 1. nóvember 2019 verður einungis hægt að sækja um byggingarleyfi með rafrænum hætti í Reykjanesbæ. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn á íbúagáttina Mitt Reykjanes. Til þess er að hægt að nýta Íslykil eða rafræn skilríki í síma.

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að aukinni rafvæðingu stjórnsýslu Reykjanesbæjar til að gera þjónustuna enn skilvirkari með því að fækka milliliðum. Rafrænar umsóknir eru liðir í þeirri vinnu.

Nánar hér.