Fréttir

68 þinglýstir kaupsamningar á Suðurnesjum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 15:46

68 þinglýstir kaupsamningar á Suðurnesjum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurnesjum var 68 í nýliðnum júnímánuði. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands.

Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.356 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,6 milljónir króna.

Af þessum 68 kaupsamningum voru 57 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 1.957 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,3 milljónir króna.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs