Fréttir

250 milljóna króna ríkisstuðningur til Suðurnesja
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 25. apríl 2020 kl. 08:42

250 milljóna króna ríkisstuðningur til Suðurnesja

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni vegna aðgerða fyrir sveitarstjórnarstigið er gert ráð fyrir 250 milljónum króna í sérstakan stuðning við Suðurnes til að fylgja eftir aðgerðaáætlun ráðherraskipaðrar nefndar um málefni svæðisins.

Efnahagsástand á Suðurnesjum krefst sérstakra úrræða, en atvinnuleysi þar stefnir í 24% í apríl. Fyrirhuguð úrræði eru m.a. aukin þjónusta við erlenda íbúa, efling Reykjanes Geopark og stofnun þverfaglegs teymis á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála, segir í tilkynningu.

SJÁIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR 62 BLS. TROÐFULLAR AF FLOTTU EFNI!

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024