Nettó
Nettó

Fréttir

25 milljónir í sparkvöll í Innri-Njarðvík
Það styttist í sparkvöll við Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Þessi er við Myllubakkaskóla.
Miðvikudagur 1. ágúst 2018 kl. 10:00

25 milljónir í sparkvöll í Innri-Njarðvík

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að byggja sparkvöll og körfuboltavöll við Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Framkvæmdir við skólann hafa tafist vegna kæru sem barst um útboðið í byggingu hans.
Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar er verið að mæta ákalli íbúa um að fá meiri afþreyingarmöguleika fyrir börnin á svæðinu. Kostnaðurinn nemur um 25 milljónum króna.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs