Fréttir

13% án atvinnu í Vogum - tillögur til viðspyrnu kynntar ráðamönnum þjóðarinnar
Frá Vogum.
Föstudagur 11. september 2020 kl. 09:39

13% án atvinnu í Vogum - tillögur til viðspyrnu kynntar ráðamönnum þjóðarinnar

Þrettán prósent eru án atvinnu í Sveitarfélaginu Vogum á sama tíma og atvinnuleysið á Suðurnesjum í heild er um 17%, m.v. tölur frá ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysið eigi eftir að aukast enn frekar.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fjallaði um atvinnuleysið á fundi sínum í síðustu viku, og lagði m.a. fram bókun með hvatningu til ríkisvaldsins að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Bæjarstjórar á Suðurnesjum ásamt framkvæmdastjóra SSS funduðum í gær með forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um málið, og fórum með þeim yfir hina alvarlegu stöðu sem nú er. Fundurinn var í hreinskiptinn og gagnlegur, þar sem m.a. var rætt um tillögur okkar Suðurnesjamanna sem lagðar voru fram sem tillögur til viðspyrnu, segir í pistil sem Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, skrifar nú í morgun.