Aðsent

Nýjum flugklasa ætlað að efla flugtengdar greinar á Íslandi
Fimmtudagur 18. mars 2021 kl. 09:59

Nýjum flugklasa ætlað að efla flugtengdar greinar á Íslandi

Keilir hefur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi. Undirbúningsvinna er hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri helmingi ársins 2021. Framundan er kortlagning og samskipti við hagsmunaaðila í fluggeiranum og hafa samband við þá. Ásamt Keili verður starfandi fagráð um stofnun klasans sem hefur faglega umsjón með verkefninu þar til stjórn flugklasans verður skipuð.

Lagt er upp með að markmið með stofnun klasans verði tvíþætt: Annarsvegar að efla samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja í flugtengdum greinum; og hinsvegar að styrkja samstarf innviði og nýsköpun í flugtengdum greinum á Íslandi.​

Klasafélagar munu sjálfir setja sér stefnu og markmið um áframhaldandi starfsemi klasans. Áætlað er að halda stofnfund flugklasa á fyrri hluta ársins 2021 þar sem fyrstu drög að stefnu og klasakorti verða kynnt.

Aukin áhersla á klasasamstarf

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra kynnti á dögunum klasastefnu fyrir Ísland en þar kom fram mikilvægi klasa sem hreyfiafl ný-sköp-un-ar í þeim geira sem hann myndast um. Með Flugklasanum verður þannig til nýr sam-starfs-vett-vang-ur með þátt-töku aðila úr flugtengdum greinum með það að markmiði að styrkja tengslanet og samstarf þeirra.

„Ég er sann-færð um að í framtíðinni muni hlut-verk klasa í ný-sköp-un-ar-vist-kerfi at-vinnu-lífs-ins verða enn fyr-ir-ferðarmeira og mik-il-væg-ara. Þeir þurfa að fá það súr-efni eld-móð og kraft sem nauðsyn-leg-ur er til að knýja áfram verðmæta-sköp-un og toga ís-lenskt at-vinnu-líf áfram upp stig-ann í átt að auk-inni sam-keppn-is-hæfni“ sagði Þór-dís.

Allar ábendingar í tengslum við stofnun klasans eru vel þegnar sérstaklega um aðila í flugtengdum greinum og þá sem hafa áhuga á að leggja klasanum lið. Umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd Keilis er Brynjólfur Ægir Sævarsson ([email protected]) . Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Flugklasans á slóðinni www.flugklasi.is.