Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Aðsent

Geirfuglinn kominn aftur til Grindavíkur
Oddur á Nesi.
Sunnudagur 31. mars 2019 kl. 06:00

Geirfuglinn kominn aftur til Grindavíkur

Ekki er nú beint hægt að segja að veðurfarið hafið verið gott síðan síðasti pistill var skrifaður. Búið að vera mjög leiðinleg tíð og hafa minni bátarnir lítið komist á sjóinn. Þeir bátar sem þó hafa komist á sjó hafa fiskað nokkuð vel.

Ef við lítum aðeins á netabátana þá er Erling KE með 288 tonn í sautján róðrum og er nokkuð langt frá efstu bátum. Kap II VE frá vestmannaeyjum er kominn í 429 tonn í tólf róðrum og annar bátur frá Vestmannaeyjum, Brynjólfur VE er í 393 tonnum í níu róðrum. Grímsnes GK með 191 tonn í átján. Maron GK með 135 tonn í átján. Þorsteinn ÞH með 101 tonn í þrettán. Halldór Afi GK með 63 tonn í sautján. Hraunsvík GK með 49 tonn í sextán. Valþór GK með 46 tonn í tólf. Bergvík GK með 54 tonn í átta og Sunna Líf GK 74 tonn í tíu róðrum.

Nokkuð merkilegt að sjá hversu fáir netabátar eru á veiðum núna miðað við hvernig þetta var áður, þegar hafnirnar í Keflavík, Sandgerði og Grindavík voru fullar af netabátum sem voru að róa í marsmánuði, sem var alltaf stærsti netamánuður ársins.

Ég hef af og til farið með lesendur aftur í tímann til þess að sjá hvernig þetta var og förum í smá ferðalag núna 29 ár aftur í tímann og skoðum aðeins mars mánuð árið 1990. Í Grindavík var 4810 tonna afla í mars 1990. 33 bátar voru þá á netum frá Grindavík og  Kópur GK var aflahæstur í Grindavík með 401 tonn í tólf róðrum. Hafberg GK kom þar á eftir með 272 tonn í nítján. Gaukur GK 262 tonn í sautján, Vörður  ÞH 260 tonn í nítján,  Geirfugl GK 260 tonn í átján og Þorsteinn GK 203 tonn í sextán.

Í Sandgerði var landað 5230 tonnum í mars 1990. Þar voru 28 netabátar og var aflaskipið Arney KE aflahæst með 403 tonn í 23 róðrum. Sæborg RE var þar á eftir með 224 tonn í 21. Sigþór ÞH 173 tonn í nítján. Hafnarberg RE með 162 tonn í tuttugu. Ósk KE 149 tonn í 23 og Þorkell Árnason GK 129 tonn í tuttugu róðrum.

Njáll RE var aflahæstur á dragnótinni og var með 117 tonn í fjórtán róðrum. Una í Garði GK var með 135 tonn í átta róðrum á línu.

Í Keflavík var landað 2621 tonnum á þessm tíma. Þar voru fjórtán netabátar og auk þess tólf smábátar á netum. Búrfell KE var aflahæst með 294 tonn í 22 róðrum. Happasæll KE með 278 tonn í 29 róðrum. Ágúst Guðmundsson GK með 262 tonn í 22. Langt var í næstu báta því að Svanur KE kom næstur með 74 tonn í fjórtán. Albert Ólafsson KE var með 167 tonn í ellefu róðrum á línu.

Hérna að ofan var nafngreindur bátur sem var lengi gerður út frá Grindavík og hét Geirfugl GK. Núna árið 2019 er þetta nafn, Geirfugl GK, komið á bát sem Stakkavík ehf. í Grindavík var að kaupa eða fékk í skiptum fyrir annan bát sem að Stakkavík átti. Stakkavík ehf. lét Jóa Brands GK í skiptum fyrir Odd á Nesi SI og hann er í dag orðinn Geirfugl GK. Þessi bátur er kominn aftur í eigu Stakkavíkur, því að báturinn var í eigu þeirra frá 2013 til 2015 og hét þá Reynir GK og síðan Guðbjörg GK. Þar á undan þá var báturinn búinn að vera gerður út frá Grindavík í nokkur ár og hét þá Árni á Teigi GK. Þannig má segja að þessi bátur sé kominn enn og aftur heim og núna með nafn sem Grindavíkingar þekkja mjög vel, enda var Geirfugl GK gerður út í Grindavík í tugi ára.

Geirfugl GK hefur hafið róðra og rær frá Skagaströnd á línu og hefur landað 41 tonni í 8 róðrum og mest 9,7 tonnum í einni löndun. Þar með eru þrír bátar frá Stakkavík að róa frá norðurlandi, því Guðbjörg GK er með 76 tonn í 11 róðrum og Óli á Stað GK með 68 tonn í 15 róðrum. Guðbjörg GK er á Skagaströnd en Óli á Siglufirði. 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs