Mannlíf

Jón Ólafsson og Gunnar Þórðarson af fingrum fram í Grindavík
Gunnar Þórðarson.
Miðvikudagur 4. mars 2015 kl. 08:59

Jón Ólafsson og Gunnar Þórðarson af fingrum fram í Grindavík

Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram verður í sal tónlistarskólans í Grindavík sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 en tónleikarnir eru hluti af Menningarvikunni. Hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin í Salnum, Kópavogi. Gestgjafinn, Jón Ólafsson, hefur fengið til sín þekktustu tónlistarmenn landsins og farið með þeim í gegnum ferilinn auk þess að heyra sögurnar á bak við lögin.

Gunnar Þórðarson verður gestur Jóns. Gunnar þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann fagnaði á dögunum 70 ára afmæli. Gunnar er maðurinn á bak við helstu dægurperlur Íslands, stofnaði bæði Hljóma og Trúbrot og hefur vísast frá nógu að segja.

Nánar hér.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024