Vatn flæðir inn í fyrirtæki í Grófinni

Vatn hefur í morgun flætt inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík. Leysingavatn hefur flætt niður eftir Grófinni og inn á bílastæðið við húsnæði SBK. Þar hafa niðurföll ekki undan þannig að vatn hefur flætt inn í húsið.
 
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er með dælur á staðnum og dælir vatni niðurfyrir húsið.
 
Talsvert af vatni er inni í húsinu og t.a.m. er verkstæði SBK á floti ef svo má að orði komast.
 
Myndirnar voru teknar á vettvangi rétt áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi