Fréttir

Skjót viðbrögð komu í veg fyrir stórtjón
Bruninn olli talsverðum skemmdum en þó skall hurð nærri hælum.
Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 13:37

Skjót viðbrögð komu í veg fyrir stórtjón

Öryggisverðir frá Securitas brugðust skjótt við þegar eldur kom upp við fyrirtæki á Iðavöllum nú í hádeginu. Skjót viðbrögð komu í veg fyrir stórtjón.
 
Eldur var borinn að ruslatunnu við trésmíðaverkstæði við Iðavelli en tilkynnt var um eldinn til Neyðarlínunnar þegar klukkuna vantaði um tíu mínútur í eitt. Það voru starfsmenn Securitas sem urðu eldsins varir en Securitas er með starfsstöð gengt trésmíðaverkstæðinu. Öryggisverðir hlupu því yfir götuna með slökkvitæki og byrjuðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang.
 
Slökkviliðið kom fullmannað á vettvang með dælubíl, tankbíl og körfubíl, auk sjúkrabíls. Þá var lögregla einnig fjölmenn á vettvangi.
 
Slökkviliðsmenn slökktu svo í síðustu glæðunum en ekki mátti tæpara standa. Rúða hafði sprungið og stutt í að eldurinn kæmist inn í húsið. Eldurinn logaði í ruslatunnu þegar að var komið en þó nokkrar skemmdir urðu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs á vettvangi í hádeginu.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024