Fréttir

  • Moka upp makríl
  • Moka upp makríl
Miðvikudagur 2. september 2015 kl. 18:26

Moka upp makríl

– með stefnið í bryggjusporðinn

Makrílflotinn hefur verið að moka upp afla nokkra metra frá landi við Keflavík í allan dag. Í hádeginu voru fjölmargir bátar við bryggjuendann í Keflavík og um tíma var einn báturinn með stefnið í bryggjuendann þannig að hægt var að ganga þurrum fótum um borð.

Ónákvæm talning blaðamanns Víkurfrétta benti til þess að alls væru 17 bátar að veiðum við Keflavíkurhöfn og undir Berginu, skammt frá smábátahöfninni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi


 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024