Fréttir

  • Miklu fleiri vildu tjalda í Grindavík
  • Miklu fleiri vildu tjalda í Grindavík
    Myndir: www.grindavik.is
Mánudagur 12. október 2015 kl. 16:45

Miklu fleiri vildu tjalda í Grindavík

– 35% aukning á tjaldsvæði Grindavíkur í sumar

Metaðsókn var á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til loka september, bæði hvað varðar gesti og gistinætur. Aukningin á gistinóttum á milli ára er um 35% og aukning gesta um 34%. Grindavíkurbær greinir frá þessu á vefsvæði sínu.

Alls komu 9120 gestir á tjaldsvæðið í sumar frá maí til september en gistinætur voru 10.449. Aukning bara í september var um helming. Hagstætt veðurfar og mikil aukning útlendra gesta hér á landi hafði auðvitað mikið að segja, þá var tjaldsvæðið opnað viku fyrr og opið út september.

Jafnframt fer ekki á milli mála að tjaldsvæðið í Grindavík þykir glæsilegt og þjónustan góð og verð sanngjarnt.

Aukningin undanfarin ár hefur verið í kringum 20% á ári en sumarið núna var einstaklega gott.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024