Pistlar

Hvað skal gera þegar bókasafn er á hrakhólum?
Föstudagur 22. mars 2024 kl. 06:09

Hvað skal gera þegar bókasafn er á hrakhólum?

Ekki mörgum árum eftir sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem Reykjanesbær varð til var ákveðið að byggja við krúnu-djásn Njarðvíkur, sjálfan Stapann. Ekki þótti við hæfi að húsið fengi að heita áfram Stapi, heldur var höllin skírð eftir ástkærustu hljómsveit bítlatímabilsins, Hljómum. Hljómahöllin. Nafngiftin var réttlætt með því að Stapinn væri samkomuhúsið en í Hljómahöllinni væri svo miklu meira. Nefnilega rokksafn. Frábær hugmynd og að mínu mati er Rokksafnið rós í hnappagat Reykjanesbæjar. En eins og hjá flestum söfnum þarf það meðgjöf. Miðasala stendur ekki undir rekstrarkostnaði. En það sama á líka við um sundlaugarnar í bænum. Miðasala þar stendur ekki undir rekstrarkostnaði. Það má vel vera að rekstur sundlauga flokkist undir skyldustarfsemi sveitarfélaga, en rekstur rokksafna geri það ekki. Frekar myndi ég fækka sundlaugum í sveitarfélaginu en að loka eina rokksafninu. Það er hvort eð er lítið hægt að treysta á hitaveitu næstu misserin. Í nýjustu sundlauginni í Reykjavík í Úlfarsárdal er bókasafn í anddyrinu. Því legg ég til að bókasafnið verði flutt í Vatnaveröld. Bæjarstjórn getur fengið Dag B Eggertsson sem ráðgjafa við flutningana.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024